Sunday, August 11, 2013

Í nótt stóðum við fyrir utan Samkomuhúsið á Akureyri, ég og Adda Hreiðars og biðum þess að sýningu lyki. Við vorum öðrum þræði að hafa gætur á bíl fyrir Sverri Pál Erlendsson, sem var á sýningunni. Skyndilega birtist stressaður sýningarstjóri og bað mig að redda sér vekjaraklukku sem átti að nota í næsta atriði. Ég fann tvær í bílnum og fékk honum aðra þeirra. Litlu síðar birtist Sverrir Páll og var kátur með að hafa óafvitandi bjargað sýningunni. Hann keypti af mér tvo geisladiska, Ylfu Mist og Hugleiksdiskinn Sálir Jónanna ganga aftur, og keyrði upp á brekku með þann síðarnefnda í botni. Vaknaði við þá ljúfu tóna.