Tuesday, September 23, 2014

Páll Ásgeir Ásgeirsson hélt gott partí í nótt í nýja húsi þeirra hjóna á Hjarðarholtstúninu á Húsavík. Veitingar reyndar svolítið einhæfar, ekkert nema grafinn og reyktur lax. En samt – partí. Þarna vorum við, hluti af Hálfvitunum, í miklu stuði. Það fór reyndar aðeins orkan úr samkvæminu þegar Baldur ákvað að flytja Dætrasonalagið góða, „Bronsið í Brú“, láta Ármann spila á gítar, sem hann kunni ekki, né heldur Baldur sjálfur textann. Þegar Ármann ákvað að bæta fyrir klunnið með að gera sér lendaskýlu úr graflaxi og stíga eggjandi dans var svo kominn tími til að rísa úr rekkju og nudda stýrur úr augum.