Saturday, August 8, 2015

Það væri örugglega gaman að skoða sig um í Santiago, höfuðborg Chile, ef hún væri ekki svona fáránlega illa skipulögð. Vorum við Guðrún Eysteinsdóttir​ þó með hinn spænskumælandi Guðmund Erlingsson​ með okkur til að spyrja til vegar. Engu að síður vorum við búin að villast um ranghala í tveimur yfirgefnum barnaskólum áður en við fundum eitthvað lífsmark. Sem fólst reyndar einungis í risastórri jólavörubúð. Vissulega hefði verið fyndið að koma heim frá Suður-Ameríku með jólaskraut, en það var bara svo helvíti ljótt allt, svo við snerum tómhent til skips. Það var mun auðveldara að fá leiðbeiningar til baka. Við þurftum bara að teikna mynd af farkostinum – víkingaskipi með sjóræningjafána – og allir vissu hvað við var átt. Það er semsagt líka þannig í draumheimum.