Wednesday, April 9, 2014

Heldur brá mér í brún þegar ég kom að skrifborðinu mínu. Í stað hinnar hefðbundnu pappírsóreiðu var þar nú hrúga af hálsbindum, flestum smekklegum. Fyrst hélt ég að sessunautur minn, ofurhönnuðurinn Stefán Einarsson, væri með eitthvað spaug í gangi en fljótlega kom þar að nýbyrjaður starfsmaður sem ég er því miður ekki búinn að læra nafnið á. Í ljós kom að hann er bróðir sjónvarpsgarpsins Boga Ágústssonar sem starfs síns vegna þarf reglulega að endurnýja hálsbindasafn sitt. Nú vildi hann sem sé gefa leikfélaginu Hugleik góðan slatta sem höfðu birst of oft í fréttasettinu. Höfðinglega gert! Formleg afhending fór síðan fram rétt áður en ég vaknaði. Hún var látlaus og Bogi sjálfur viðstaddur.