Saturday, January 3, 2015

Þá veit maður hvað Friðrika Benónýs ætlar að taka sér fyrir hendur „post-fréttablað“. Verð að segja að hún var bara mjög sannfærandi á rythmagítarnum í pönkhljómsveitinni á sviðinu í Félagsheimili Húsavíkur, bæði spil- og lúkklega. Skiljanlega höfðu þau samt ekki haft tíma til að viða að sér backline-græjum heldur höfðu tekið hálfvitadótið sem þar var geymt traustataki. Þar á meðal trommusettið grænköflótta sem Jón Geir smíðaði handa okkur í árdaga. Pönkararnir höfðu meira að segja fundið tomtom-trommuna sem er búin að vera týnd frá því við eignuðumst settið. Þannig að þetta var win-win – Hálfvitar fengu glötuðu trommuna og bandið hennar Rikku gat troðið upp. Voru enn að þegar ég vaknaði.