Sunday, October 6, 2013

Ég segi ekki að það hafi verið góð hugmynd hjá Leikfélagi Akureyrar að fá mig til að endurtaka hlutverk Kristjáns í Peysufatadeginum sem ég lék í í LMA í denn, þó ég kynni vissulega rulluna (nokkurnvegin) og ætti ennþá búninginn (eða gæti impróvíserað hann). Sérstaklega í ljósi þess að ég komst ekki á neinar æfingar og missti að auki af fyrstu tveimur sýningunum vegna anna við tónleikahald. Góðu heilli var mín helsta mótleikkona Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem er alvön að leika á móti sjálfri sér, og fór létt með að vera bæði Sigga og Kristján á frumsýningunni (skilst reyndar að hún hafi byggt sinn Kristján á henni Ilse, sem hún lék svo eftirminnilega í Kollu og stöðumælavörðunum hjá Leikfélagi Kópavogs back in the day). Vildi bara að ég hefði séð það, en því miður fór draumurinn allur í að brjótast í gegnum skafla að baksviðsdyrunum og leita að sokkaböndum fyrir búninginn.