Friday, November 25, 2016

Hulda var að koma heim frá útlöndum og hafði heldur betur sögur að segja. Aðallega frá flugferðinni heim þar sem sjálfur Gene Simmons var á vappi. Að sjálfsögðu slapp sá athyglissjúki skröggur í hljóðkerfið og skemmti farþegum með gamansögum af Ace að skandalísera. Já og svo reyndi Gene að eigna sér hugmyndina að baki einhverjum obskjúr haitískum trúarbrögðum, en það var nú allt frekar langsótt, sem vonlegt er. Við Þorleifur Arnarson skemmtum okkur vel yfir endursögn Huldu af þessum performans Kissbassaleikarans meðan við ösluðum snjó í torkennilegum undirgöngum á leið eitthvað sem ekki lá ljóst fyrir hvað var þegar föstudagurinn hófst formlega í boði vekjaraklukkunnar.