Friday, November 20, 2015

Þessar leiklistarhátíðir eru allar eins. Hátíðardinnerinn á þessari, í Eistlandi, skar sig ekkert að ráði frá öðrum utan tvennt: Íslenska hópnum hafði verið vísað til sætis í ógurlegum hvítum lúxusbíl, sem aukinheldur stóð yst í salnum þar sem gólfið byrjaði að halla í átt til útidyranna og að sjálfsögðu fórum við eina salibunu út á götu. Og svo voru þarna ókjörin öll af nótnabókum og söngheftum, þar á meðal helstu lög Bubba Morthens. Svo við gripum gítara og mandólín og hófum upp raust okkar. Partíið leystist svo upp þegar séra Oddur sýndi á sér fararsnið og við kvöddum hann með hinum ódauðlegu línum:

Það er enginn fiskur í dag,
þér getið farið heim og slappað af.
Tekið yður sturtu eða farið í bað.

Við þessar þéringar vaknaði ég.

No comments:

Post a Comment