Thursday, September 26, 2013
Ánægjulegt að hinn íhaldssami Menntaskóli á Akureyri sé búinn að breyta fyrirkomulagi lokaprófa og byggja þar á frábæru módeli Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. Á lokadegi er nemendum skipt í hópa þvert á námsbrautir og áfanga og látnir vinna saman að verkefnum. Í mínum hóp voru m.a. Sævar Sigurgeirsson og Guðfinna Kristófersdóttir en ekki þekkti ég alla enda skólinn stór. Í okkar hlut kom að vinna stuttan leikgjörning og byggja á Dylan-slagaranum It's allright ma (I´m only bleeding). Sævar var auðvitað settur í að gera nýjan íslenskan texta og dró sig í hlé inn í bíl (prófið fór fram í Kjarnaskógi), ég fór að æfa mig á gítar og Guffa og kó að undirbúa lábragðsleikinn. Ég vaknaði reyndar áður en prófið sjálft fór fram, en geri ráð fyrir að við höfum öll útskrifast.
Monday, September 2, 2013
Var á fræðslufundi hjá Rithöfundasambandinu. Þar hélt Unnur Guttormsdóttir erindi um nauðsynlegan búnað í upplestrarferðum ljóðskálda. Hún brýndi mjög fyrir mönnum að vanda fatavalið, enda þyrfti oft að stökkva af vörubílspöllum á vegum úti. Einnig vildi Unnur meina að nauðsynlegt væri að vera ávallt með þrjá svefnpoka. Því miður vaknaði ég áður en fyrirspurnartíminn hófst, en hún hefur örugglega verið spurð út í þetta með pokana.
Subscribe to:
Posts (Atom)