Monday, September 2, 2013

Var á fræðslufundi hjá Rithöfundasambandinu. Þar hélt Unnur Guttormsdóttir erindi um nauðsynlegan búnað í upplestrarferðum ljóðskálda. Hún brýndi mjög fyrir mönnum að vanda fatavalið, enda þyrfti oft að stökkva af vörubílspöllum á vegum úti. Einnig vildi Unnur meina að nauðsynlegt væri að vera ávallt með þrjá svefnpoka. Því miður vaknaði ég áður en fyrirspurnartíminn hófst, en hún hefur örugglega verið spurð út í þetta með pokana.