Thursday, September 26, 2013
Ánægjulegt að hinn íhaldssami Menntaskóli á Akureyri sé búinn að breyta fyrirkomulagi lokaprófa og byggja þar á frábæru módeli Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. Á lokadegi er nemendum skipt í hópa þvert á námsbrautir og áfanga og látnir vinna saman að verkefnum. Í mínum hóp voru m.a. Sævar Sigurgeirsson og Guðfinna Kristófersdóttir en ekki þekkti ég alla enda skólinn stór. Í okkar hlut kom að vinna stuttan leikgjörning og byggja á Dylan-slagaranum It's allright ma (I´m only bleeding). Sævar var auðvitað settur í að gera nýjan íslenskan texta og dró sig í hlé inn í bíl (prófið fór fram í Kjarnaskógi), ég fór að æfa mig á gítar og Guffa og kó að undirbúa lábragðsleikinn. Ég vaknaði reyndar áður en prófið sjálft fór fram, en geri ráð fyrir að við höfum öll útskrifast.