Vissuð þið að dauðarokkssveitin Carcass hefur gefið út plötu sem heitir Slayel? Já, með l-i. Eins og málmhaus með talgalla sé að reyna að segja Slayer. Það er fyndið. Svo fyndið að þegar við Eggert Hilmarsson komumst að þessu skrifuðum við skets um málið. Hann var fyndinn. Og svo sömdum við lag upp úr sketsinum. Það var fyndið. Og tókum það upp með Jóhönnu Guðrúnu. Snæbjörn Ragnarsson og Kristín Eysteinsdóttir, nýráðinn Borgarleikhússtjóri veltust um af hlátri. Ég vaknaði við hlátursrokurnar í morgun. Dagar hafa byrjað verr.