Blásið var til fyrstu æfingar með fullskipaðri sveit að morgni dags og til stóð að fara í stúdíó síðar um daginn og endurgera nokkra standarda af fyrstu plötunni. Minna varð þó úr en til stóð. Æfingahúsnæðið deilir nefnilega inngangi og sameiginlegum rýmum með júdóskóla fyrir leikskólabörn sem þýðir að ekki má vera með hávaða á morgnana, og reyndar er nærvera okkar ekki vel séð innan um sakleysingjana. Fyrir vikið vaknaði ég áður en hin nýja 12-manna Hálfvitasveit taldi í.