Monday, November 11, 2013

Loksins loksins fékk ég tækifæri til að gera útvarpsauglýsingu byggða á meistarastykki Oxsmár, Kitty klára! Ég lagði líf og sál í verkefnið og var enn að fá hugmyndir þar sem ég stóð við míkrófóninn til að taka upp skilaboðin sem áttu að nýta snilld lagsins til að koma boðskapnum á framfæri. Ég lét óþolinmæði upptökustjórans ekkert pirra mig, en það var enginn annar en æskuvinur minn og Marillion-aðdáandi nr. eitt, Jóhannes Sigmundsson, þarna að stíga sín fyrstu skref í bransanum að ég tel. Ekki fylgdi sögunni hvað átti að auglýsa með þessari aðferð, en fullvíst má telja að viðkomandi vara eða þjónusta hefur slegið í gegn í draumheimum eftir að ég yfirgaf þá núna í morgunsárið.