Wednesday, November 20, 2013
Var það gott karríermúv hjá Hjördísi systur minni að hætta á LSH og leita sér að vinnu sem kirkjuorganisti í Kópavogi? Ekki viss um það, en þegar hún tekur ákvarðanir (sem hún gerir ekki fyrr en í fulla hnefana) þýðir ekkert að standa í vegi. Það var því sjálfsagt að verða við bón hennar um að hringja í Dagnýju Pétursdóttur, vinkonu mína úr menntaskóla og kantor í Suður-Þingeyjarsýslu, og spyrja ráða. Hún mátti síðan ekkert vera að því að aðstoða okkur, enda önnum kafin við að undirbúa fyrsta kirkjuorganista-idolið. Þar með fjaraði undan áhuga Hjördísar, draumurinn búinn, og við bæði komin til vinnu okkar eins og venjulega.