Wednesday, October 15, 2014

Að leikstýra Brecht er ekki heiglum hent. Hvað þá Mutter Courage, eins og dæmin sanna. Það kom því nokkuð flatt upp á þátttakendur í fyrsta samlestri verksins að fleiri en einn viðstaddra bauðst til að leysa Sigrúnu Valbergsdóttur af í brúnni. Þeirra á meðal var Helga Ágústsdóttir. Þegar Sigrún gerði sig líklega til að víkja sæti fyrir valkyrjunni úr Freyvangsleikhúsinu runnu tvær grímur á hvort okkar hjónanna. Eitt var nú að við hefðum haldið að Helga væri dýrmætur kraftur í leikhópinn og flestum líklegri til að hafa leikstíl framandgervingarinnar á valdi sínu, en svo verður að viðurkennast að bæði Hulda og ég vorum meðal þeirra sem ásældumst leikstjórastólinn. Ég veit ekki með Huldu en ég var satt að segja farinn að ókyrrast talsvert þegar ég vaknaði.

No comments:

Post a Comment