Friday, December 12, 2014

Fyrirfram hefði maður ekki endilega giskað á að söngdúett Sævars Sigurgeirssonar og Guðmundar Brynjólfssonar yrði vinsælasta númerið í viðamikilli kabarettdagskrá á nýopnuðu kaffihúsi í skrúðgarði Húsavíkur, þar sem áður stóð kotið Skógargerði. En svona er þetta nú samt. Eitthvað fékk maður að taka lagið, en aðallega þó að flytja til míkrófónstanda fyrir stjörnurnar þegar þeir fluttu lagið sitt milli borða. Verst að hafa ekki munað takt af þessum mikla hittara þegar ég vaknaði.

No comments:

Post a Comment