Saturday, February 14, 2015
Gaman að vera kóngur í ríki sínu. Og mikið var það fallegt af íbúum hins fagra og skógi vaxna Maine-ríkis að slíta sig frá Ríkjasambandi Norður-Ameríku, lýsa yfir sjálfstæði og velja okkur hjónin til að taka þar við völdum. Þetta varð reyndar ekki mjög langt skeið en hennar hátign @hulda drottning náði þó að koma einu til leiðar: að nýjasti smellur Beyoncé Knowles yrði lækkaður um hálftón, úr A í Bb á yfirráðasvæði okkar. Sem er reyndar hálftóns hækkun. Kannski var það þessi tónfræðivilla sem varð til þess að valdaskeið okkar og sjálfstæði Meins varð svona stutt. Við ríktum aðeins yfir nyrsta hluta Nýja-Englands í nokkrar mínútur um miðja nótt og lögðum síðan sjálfviljug niður völd með friði og spekt. Óvíst að íbúarnir hafi einusinni tekið eftir þessu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment