Thursday, March 12, 2015
Þjóðsöngvar eru skemmtilegir (ef „skemmtilegir“ er orðið sem ég var að leita að, sem það er ekki.) Hví þá ekki að búa til syrpu af tóndæmum úr þeim öllum, í stafrófsröð? Jújú, það er nú eitthvað sem Ljótu hálfvitunum fannst svo góð hugmynd að þeir hófust þegar handa, og ákváðu líka að þetta yrði allt gert „unisono“ – allir spila melódíuna og hljómarnir geta fokkað sér. Athyglisbrestur bandsins varð reyndar til þess að við vorum varla búnir að splæsa saman lög Afganistans og Albaníu þegar Eggert fékk aðra hugmynd: Að taka þýska þjóðsönginn og semja við hann rætna níðtexta um íslenskt fjölmiðla- og frægðarfólk. Vorum að leita að einhverju nógu krassandi rímorði við „Hirst“ þegar Þórdís Elva sagði stopp. Á þeirri forsendu að hljóðsetningin yrði of dýr, sem var svo glötuð átylla að ég hreinlega vaknaði. En þjóðsöngvasyrpan er geymd hugmynd en ekki gleymd.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment