Thursday, May 29, 2014
Af hverju í ósköpunum mætir enginn á reunion-tónleika með Utangarðsmönnum í Félagsheimili Kópavogs? Segi og skrifa enginn! Tómur salur blasir við. Er það vegna þess að ég er að spila með þeim og Hálfvitarnir eiga að hita upp? Hápunkturinn klárlega að spila Where are the Bodies, og hæfæfa Mike Pollock.
Nei, ætli það sé ekki meira vegna þess að þetta er bara æfing, tónleikarnir byrja að henni lokinni og fullt af fólki bíður við dyrnar sem húsvörðurinn Baldur Ragnarsson opnar ekki fyrr en bandið er búin að fá sér að borða. Gömlu kempurnar eru í miklu stuði og segja bransasögur hver í kapp við annan.
Meðan Bubbi og félagar fá sér samlokur diskúterum við hálfvitar hvað við eigum að spila. Hvað er viðeigandi? Kannski ekki endilega Ballöðuna um Bubba Morthens. Kannski bara eintóm sjómannalög (Utangarðsmenn ætla að spila slatta af Ísbjarnarblús ef marka má æfinguna). Jæja, það er komið fólk í salinn og þegar ég rumska er ljóst að upphitunarbandið er frekar lélegt, en nokkuð skemmtilegt - sennilega fyrirboði um hvernig Rosen-tónleikarnir verða um helgina. En hvílík vonbrigði að vakna áður en sjálfir konungar íslenska pönkrokksins telja í Hrognin er að koma.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment