Tuesday, May 13, 2014


Nú held ég að Rúnar Guðbrandsson sé búinn að missa það. Að byggja næstu sýningu sína á einhverri kenningu um talnafræði er nógu slæmt, en að kenningin byggi á gersamlega ónothæfu hugtaki um náttúrulegar tölur (eða voru það rauntölur?) minni en núll þýðir að þetta verður aldrei barn í brók. Ég reyndi að koma vitinu fyrir hann og sýna honum með hjálp frá bæði Gottlob Frege og Google frænda að hugmyndin væri byggð á sandi, en það var ekki fyrr en ég komst í tölvuna hans að ég sá að hann var fullkomlega meðvitaður um að þetta væri tóm steypa. Allt eintómt grín og ég vaknaði glaður.

No comments:

Post a Comment